Loading Events
Uppselt!
26.-27. apríl

Konuferð með Vilmu Home á Selfoss

Nú er alveg komin tími á að gera sé glaðan dag og í þetta skiptið ætlum við að prófa að gera það á Íslandi. Þetta er þitt sign að taka day of fun á Selfossi. Þann 26 apríl ætlum við að gista á Hótel Selfossi, Shoppa smá, skella okkur á Happy hour, borða saman góðan mat og skella okkur í alvöru PARTY Bingó og fyrir þær sem eru ennþá í stuði sem mér finnst mjög líklegt þá höldum við áfram á Risið. Þetta hljómar ekkert eðlilega vel, ertu ekki með?

26.-27. apríl

Upplýsingar:

Sviðstími
15:00

Á Sviðinu

Vilma Ýr aka Vilma Home heldur út skemmtilegum og einstaklega filterslausum Instagram miðli og hefur verið að bjóða konum að koma í skemmtilegar konuferðir sem hafa slegið í gegn.
Ég er 38 ára gömul, á tvo stráka á aldrinum 5 og 8 ára og á yndislegan eiginmann og jú svo var lítill labbi að bætast í fjölskylduna. Ég er eigandi vefverslunarinnar Vilmahome.is og hef oft verið kölluð brúsakonan/ þið vitið sem vitið.

 

Dagskrá:
15:00 Mæting á Hótel Selfoss
15:15 Afhending á glaðningi frá Miðbæ Selfoss og freyðivín
15:30 Rölt í miðbæ Selfoss að skoða verslanir
17:30 Happy Hour á Risinu
19:00 Út að borða á Tryggvaskála – Anda Confit
21:00 Músík Bingó Fanneyjar á Sviðinu
23:00 Dönsum og syngjum fram á rauða nótt

Verð er 36.900 á mann miðað við tveggja manna herbergi.
Hægt er senda póst á svidid@svidid.is til að breyta í eins manns herbergi og er greitt þá aukalega.

Innifalið í ferðinni:
Gisting á Hótel Selfoss
Út að borða á Tryggvaskála
Miði á Sviðið – Músík Bingó Fanneyjar
Freyðivínsglas
Óvæntur glaðningur frá Miðbæ Selfoss
Morgunmatur á Hótel Selfoss


Aðgengi fyrir hjólastóla

Lyfta er við innganginn þar sem fólk með örðugleika við gang eða í hjólastól getur notað. Ef það eru einhverjar sérþarfir hjá gestum, vinsamlegast hafið samband og við reynum að koma til móts við þá.

Sviðið

  • Eyravegur 1, 800 Selfoss
  • svidid (at) svidid.is

Opnunartími

Opið á viðburðardögum. Sjáið viðburðardagatal.

Merktu með #svidid

Facebook icon
Instagram icon
© Sviðið 2025
Vefverk: Gasfabrik