Samkomusalur Sunnlendinga
Sviðið er margnota skemmtisalur, hugsaður fyrir tónleika og er einnig tilvalinn fyrir ýmiskonar uppákomur eins og mannfagnaði, fundi, dansleiki og aðrar skemmtanir.
Í hjarta nýja bæjarkjarna Selfoss
Sviðið er staðsett á neðstu hæð Friðrikgáfu, glæsilegs samkomuhúss við Brúartorg í nýja miðbæ Selfoss. Á miðhæð Friðriksgáfu Samkomuhúss er skemmtistaðurinn Miðbar starfræktur og tengist hann Sviðinu – beint og óbeint – enda í eigu sömu aðila og staðirnir reknir samhliða.
Skemmtihús Selfyssinga
Mikið var lagt í að gera Sviðið sem best úr garði og hvergi sparað enda er Sviðið hugsað sem skemmtihús Selfyssinga til margra áratuga. Salurinn var hannaður og hugsaður með vínrauða Selfoss litinn í huga og m.a. má finna tilvísanir í Selfoss og gamla Selfossbíó víðsvegar um Sviðið.
Hafðu samband og leigðu Sviðið fyri þinn viðburð.
Einn flottasti tónleikastaður landsins
Sviðið er búið fyrst flokks tækjabúnaði og aðstöðu fyrir hljómsveitir. Mikið var lagt upp úr hljóðvist og er hljóðkerfið í hæsta gæðaflokki. Markmiðið var að gera fallegan, hlýlegan og vel hljómandi tónleikasal fyrir Selfyssinga og gesti þeirra.
Sviðið
- Eyravegur 1, 800 Selfoss
- +354 547 0103
- svidid (at) svidid.is
Opnunartími
Opið á viðburðardögum. Sjáið viðburðardagatal.