Á móti sól snýr aftur á Sviðið.
Öll bestu lögin, örfáir vondir brandarar og spilagleði í hæstu hæðum. Komdu, dansaðu og syngdu með.
Miðasala hefst 5. desember kl 13:00
Húsið opnar 20:00
20 ára aldurstakmark
Grétar Matt ásamt hljómsveit með alvöru tónleika á Sviðinu.
Grétar Lárus Matthíasson eða “Grétar Matt” (Greddi Rokk) gaf út sína fyrstu sólóplötu í mars 2025 og hélt í tilefni að því útgáfutónleika í bæjarbíó í Hafnarfirði ásamt hljómsveit sinni og öðru frábæru tónlistarfólki fyrir fullu húsi.
Grétar er ekkert nýstirni í bransanum en hann er mörgum landsmönnum kunnugur enda spilað og sungið á allmörgum skemmtunum og uppákomum í gegnum tíðina.