STEBBI OG EYFI Á SVIÐINU í fyrsta sinn !
Tónleikar á Þorláksmessukvöld á Sviðinu.
Stebbi og Eyfi syngja inn jólin. Bestu lögin þeirra í bland við grín, sögur af lögunum og tilurð þeirra í bland við skemmtilegar bransasögur.
Einlægir tónleikar sem þú mátt ekki missa af !
Tónleikarnir hefjast klukkan 23:00 og miðasala hefst 1. des.
Á Sviðinu
Stefán Hilmarsson og Eyjólf Kristjánsson þarf ekki að kynna sérstaklega fyrir Selfyssingum og Sunnlendingum því þeir hafa sungið fyrir þjóðina í áratugi – bæði saman og í sitthvoru lagi.
Nú ætla þeir að þreyta frumraun sína á SVIÐINU og það á þorláksmessukvöld eftir að verslanir loka.
Það er því tilvalið að kúpla sig niður eftir jólastressið og drekka í sig jólaandann með þeim félögum sem flytja munu sín frægustu lög í bland við grín, glens, sögur af lögunum í bland við skemmtilegar bransasögur
Takmarkað miðaframboð verður á þessa stórtónleika því ekki verður um hefðbundina bíóuppstillingu að ræða í salnum heldur verður honum skipt upp í 4 manna borð en það ætti að auka á ánægju og upplifun gesta.
Sérstakir QR kóðar verða á hverju borði þar sem hægt er að panta drykki og greiða – drykki sem koma svo á borðin að vörmu spori
Miðaverð er kr. 4.900
Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00.
Sviðið
- Eyravegur 1, 800 Selfoss
- +354 547 0103
- svidid (at) svidid.is
Opnunartími
Opið á viðburðardögum. Sjáið viðburðardagatal.