Persónuvernd og skilmálar Sviðsins

Hver erum við

Sviðið
Eyrarvegur 1,
800 Selfoss

Vefsíðan okkar er á https://svidid.is.

Persónuvernd

Sviðið heitir kaupanda fullum trúnaði um upplýsingar sem hann lætur Sviðinu í té og verða upplýsingar ekki afhentar þriðja aðila.

Sviðið er ábyrgðaraðili í skilningi persónuverndarlaga, þ.e. laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. 

Vakni spurningar í tengslum við stefnu Sviðsins er snúa að persónuupplýsingum eru einstaklingar hvattir til að hafa samband við Sviðið.

Miðakaup á Sviðinu

Söluaðili er Friðriksgáfa ehf undir nafninu svidid.is, kt: 10621-0960. Kaup á miða fara í gegnum örugga greiðslugátt SaltPay/Teya.

Skilaréttur

Ef þú kaupir miða á viðburð á vegum Sviðsins hefur þú rétt á að fá endurgreitt ef 14 dagar eða skemur eru liðnir frá miðakaupum en ekki ef styttra er í viðburð en 14 dagar. Ef viðburður fellur niður þá á kaupandi rétt á endurgreiðslu. En ef viðburð er frestað af einhverri ástæðu er kaupanda boðið að mæta með sama miða á öðrum degi. Ef kaupandi kemst ekki, er honum endurgreitt.

Miðasala í gegnum TIX

Vinsamlegast sjáið almenna skilmála hjá miðasölu aðila okkar TIX.is

https://tix.is/is/lightbox/termsandconditions/

Afhending miða

Miðar eru afgreiddir í tölvupósti. Sýna þarf QR kóða í miðasölu. Hægt er að sýna miða á tíma/tæki eða prenta út. QR kóði er svo skannaður við dyrnar.

Póstlisti

Velji notandi að skrá sig á póstlista Sviðsins vinnur Sviðið með upplýsingar um nafn og netfang viðkomandi. Vinnslan byggir á samþykki og getur notandi hvenær sem er afskráð sig af póstlistanum, þ.m.t. með því að smella á afskráningartengil í tölvupóstum sem berast frá Sviðinu.

Aldurstakmark

Á sviðinu er 18 ára aldurstakmark en áfengi er ekki afgreitt til þeirra sem ekki hafa náð 20 ára aldri. 

Áfengi og önnur vímuefni

Meðferð tóbaks og ólöglegra vímuefni er bönnuð á Sviðinu. Einnig getur ölvun ógildað miða.

Kökur/Cookies

Svidid.is notar kökur til þess að styðja við notendaupplifun þína á vefnum hvað varðar miðakaup og almenna notkun á vefnum.

Sviðið

  • Eyravegur 1, 800 Selfoss
  • +354 547 0103
  • svidid (at) svidid.is

Opnunartími

Opið á viðburðardögum. Sjáið viðburðardagatal.

© Sviðið 2024
Vefverk: Gasfabrik