Ljótu hálfvitarnir
Koma austur fyrir fjall
Upplýsingar
- Uppselt er á viðburðinn
- Spurningar? Hafðu samband
Á Sviðinu
Ljótu hálfvitarnir hafa lengi legið undir þrýstingi um að spila fyrir austan fjall en aldrei almennilega áttað sig á því hvaða fjall var um að ræða. Þeir hafa þó nýlega fundið út að þetta sé fyrir sunnan og hafa því bókað Sviðið á Selfossi föstudagskvöldið 5. apríl.
Hálfvitar á Suðurlandi er sannarlega viðburður sem varla hefur sést síðan fyrir Móðuharðindi, Svarta dauða og Stóru-Bólu. Þetta er því einstakt tækifæri til að fá sér og fagna með þessu litríka galgopastóði að norðan og fylla hlustirnar af þeirra ómótstæðilegu þjóðlagapopprokkpönkskotnu gleðisöngvum um lífið í föstu og fljótandi og misfúnksjónal fólk.
Húsið verður opnað kl. 20 og tónleikar hefjast kl. 21.
18. ára aldurstakmark
Sviðið
- Eyravegur 1, 800 Selfoss
- +354 547 0103
- svidid (at) svidid.is
Opnunartími
Opið á viðburðardögum. Sjáið viðburðardagatal.