
SPENNTIR – Aldamóta hittarar
SPENNTIR – Einar, Magni og Gunnar Óla flytja aldamóta hittara Einsa Bárðar

Upplýsingar:
- Uppselt er á viðburðinn
- Aðgengi fyrir hjólastóla
- Spurningar? Hafðu samband
- Skilmálar
Á Sviðinu
Um og upp úr síðustu aldamótum var Einar Bárðarson fyrirferðarmikill laga- og textahöfundur. Hann samdi mörg af vinsælustu lögum Skítamórals, Á móti sól og Nylon-flokksins. Þá samdi hann vinsæl lög fyrir flytjendur á borð við Stjórnina, Björgvin Halldórsson, Jóhönnu Guðrúnu, Ingó og veðurguðina, Hvanndalsbræður, Garðar Thór Cortes og fleiri. Hann vann söngvakeppni Sjónvarpsins árið 2021 og samdi lagið Áfram Ísland fyrir íslenska landsliðið í fótbolta sem komið hefur út í minnst þremur útgáfum.
Samanlagt hafa Gunnar Ólason og Magni Ásgeirsson hafa sungið flest af vinsælustu lögum Einars og fékk þá til að koma með sér í nokkur vel valinn “gigg” þar sem þeir félagar flytja lögin og segja sögurnar á bak við lögin sem líkast til munu hafa mikið skemmtanagildi. Skemmtanagildið mun þó örugglega rísa hæðst þegar þeir félagar skauta í gegnum vinsælustu lögin sem Einar samdi fyrir Nylon flokkinn.
4.500kr í forsölu og 4.900kr við hurð. Húsið opnar klukkan 20:00.
Miðasala á tix.is
18 ára aldurstakmark.
Aðgengi fyrir hjólastóla
Lyfta er við innganginn þar sem fólk með örðugleika við gang eða í hjólastól getur notað. Ef það eru einhverjar sérþarfir hjá gestum, vinsamlegast hafið samband og við reynum að koma til móts við þá.
Sviðið
- Eyravegur 1, 800 Selfoss
- svidid (at) svidid.is
Opnunartími
Opið á viðburðardögum. Sjáið viðburðardagatal.
Merktu með #svidid