
Eyþór Ingi og Babies heiðra Þursaflokkinn
Gæti eins verið

Upplýsingar:
- Húsið opnar klukkustund fyrir hvern viðburð
- Aðgengi fyrir hjólastóla
- Spurningar? Hafðu samband
- Skilmálar
Á Sviðinu
Í tilefni 40 ára útgáfu plötunnar “Gæti eins verið” með Þursaflokknum, ætla Eyþór Ingi & Babies flokkurinn að halda tónleika föstudaginn langa, 7. apríl á Sviðinu Selfossi. Platan verður þar leikin í heild sinni og hver veit nema önnur vel valin Þursalög fái að fljóta með.
Hinn íslenski Þursaflokkur kom fyrst saman í febrúar 1978 og starfaði óslitið til 1982. Á þeim árum gáfu þeir út 3 breiðskífur, Hinn íslenzki Þursaflokkur (1978), Þursabit (1979), Gæti eins verið (1982) og eina tónleikaplötu, Á hljómleikum (1980). Árið 2008 gáfu þeir svo út plötu með lögum sem ekki höfðu heyrst áður, Ókomin forneskjan, sem og tónleikaplötu, Í höllinni á þorra.
Þursaflokkurinn voru þeir Ásgeir Óskarsson, Egill Ólafsson, Karl Sighvatsson, Tómas Magnús Tómasson, Rúnar Vilbergsson og Þórður Árnason.
Hljómsveitina skipa þeir:
Eyþór Ingi Gunnlaugsson: söngur
Elvar Bragi Kristjónsson: bassi
Ingimundur Guðmundsson: hljómborð
Ísak Örn Guðmundsson: gítar
Skúli Gíslason: slagverk
Tónleikar hefjast klukkan 21:00 en húsið opnar kl 20:30
18 ára aldurstakmark.
Aðgengi fyrir hjólastóla
Lyfta er við innganginn þar sem fólk með örðugleika við gang eða í hjólastól getur notað. Ef það eru einhverjar sérþarfir hjá gestum, vinsamlegast hafið samband og við reynum að koma til móts við þá.
Sviðið
- Eyravegur 1, 800 Selfoss
- svidid (at) svidid.is
Opnunartími
Opið á viðburðardögum. Sjáið viðburðardagatal.
Merktu með #svidid