Ljótu hálfvitarnir snúa aftur !
Ljótu hálfvitarnir snúa aftur !

Upplýsingar:
- Uppselt er á viðburðinn
 - Aðgengi fyrir hjólastóla
 - Spurningar? Hafðu samband
 - Skilmálar
 
Á Sviðinu
Ljótu hálfvitarnir snúa aftur!
Þegar Hálfvitarnir mættu á Sviðið í apríl slógu þeir persónulegt hraðamet í uppsölu miða – sem og uppsöluhraðamet staðarins. 
Það var því ljóst að fljótlega þyrfti að endurtaka leikinn, og nú er komið að því! Þeir mæta á Sviðið 15. og 16. nóvember með alla sína hatta og hafurtask, öll misgáfulegu hljóðfærin, lögin sem þeir kunna skást – og góða skapið.
Það er því eins gott að hafa hraðar hendur til að missa ekki af gleðinni, og/eða til að slá fyrra met.
Húsið verður opnað kl. 20 bæði kvöld og tónleikar hefjast kl. 21. Miðaverð: 7.500 kr. Miðasala á svidid.is
Aðgengi fyrir hjólastóla
Lyfta er við innganginn þar sem fólk með örðugleika við gang eða í hjólastól getur notað. Ef það eru einhverjar sérþarfir hjá gestum, vinsamlegast hafið samband og við reynum að koma til móts við þá.
Sviðið
- Eyravegur 1, 800 Selfoss
 - svidid (at) svidid.is
 
Opnunartími
Opið á viðburðardögum. Sjáið viðburðardagatal.
Merktu með #svidid