Upplýsingar
Miðinn þinn og QR kóðinn.
Miðarnir á viðburði hjá Sviðinu innihalda svokallaða QR kóða sem við skönnum við dyrnar. Það er bæði fljótlegt og þægilegt og flýtir fyrir þegar við tökum á móti gestum, enginn nennir að standa í röð lengi! Við biðjum því gesti um að vera tilbúna með símann á lofti eða útprentaðan miða þar sem QR kóðinn er sýnilegur.
Hægt er að sýna miðann á margvíslega vegu.
Hvernig lítur svo þessi QR kóði út? Það má sjá hérna á myndinni fyrir neðan, þetta er einskonar strikamerki, líkt og þú finnur á vörum í verslunum. Ef miðinn inniheldur mynd og QR kóða, þá eruð þið klár í góða skemmtun á Sviðinu. Við hlökkum til að sjá ykkur!
Apple Wallet Miði
Smelltu á „Add to Apple Wallet“ myndina/textann í póstinum og miðinn þinn opnast í Apple Wallet. Einfaldlega sýndu svo miðann þar þegar þú ert mætt/ur á Sviðið.
Póst / Email miði
Þegar þú færð miðann sendann í vefpósti, þá er mikilvægt að forritið/appið sem þú notar, t.d. Gmail, Apple Mail, Outlook o.s.frv. leyfi myndir því QR kóðinn birtist sem mynd í póstinum. Ef þú sérð engar myndir í póstinum, t.d. mynd sem fylgir viðburðinum sem þú ert að fara að sjá, þá þarftu að leyfa myndir. Þetta eru oft skilaboð rétt fyrir ofan póstinn sem gætu hljóðað svona „Allow images from this sender?“ eða þvíumlíkt, játtu við því og þá ætti QR kóðinn að birtast. Stundum þarf kannski að fara í stillingar í póstinum til þess að leyfa myndir, við biðjum þig um að kíkja á viðeigandi leiðbeiningar fyrir það póstforrit sem þú notar í því tilviki.
PDF skjal
Einnig er að hægt að prenta miðann út. Hann kemur einnig sem PDF skjal í póstinum. Einfaldlega prentaðu hann út í bestu mögulegum gæðum og í raunstærð þannig að QR kóðinn sé skýr og greinilegur. Eco eða ink saving stillingar í prentaranum eru ekki hentugar þegar kemur að skönnun QR kóða.