
9. október
Að fjárfesta í fasteign
Ert þú að huga að fasteignakaupum nú eða að velta fyrir þér stöðunni á
einni stærstu fjárfestingu heimilisins og mögulega að huga að endurfjármögnun?
Sjá dagskrá fyrir neðan og skráningu.
Aðgangur ókeypis.

9. október
Upplýsingar:
17:00
- Húsið opnar klukkustund fyrir hvern viðburð
- Aldurstakmark: 18 ára
- Aðgengi fyrir hjólastóla
- Spurningar? Hafðu samband
- Skilmálar
Á Sviðinu
Dagskrá:
Elín Káradóttir, eigandi Byr fasteignasölu, fjallar um mikilvægi þess að eiga sína eigin fasteign og eignast hana sem fyrst á sinni lífsleið.
Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræðingur Arion banka, fjallar um húsnæðismarkaðinn, þróun síðastliðinna ára, stöðuna í dag og hvers gæti verið að vænta.
Jarþrúður Birgisdóttir, sérfræðingur á viðskiptabankasviði, fer því næst í saumana á öllu sem viðkemur fjármögnun fasteignakaupa bæði með íbúðarláni og nýtingu viðbótarlífeyrissparnaðar, breytilega og fasta vexti, verðtryggð og óverðtryggð lán og muninn á jöfnum greiðslum og jöfnum afborgunum.
Hrönn Vilhjálmsdóttir, forstöðumaður eignatjóna hjá Verði, fer yfir mikilvægi þess að tryggja fasteignina sína.
Erindin standa fyrir í um 90 mínútur og rými er gefið fyrir spjall og spurningar í kjölfarið.
Öll velkomin!
Skráning
Skráning
Aðgengi fyrir hjólastóla
Lyfta er við innganginn þar sem fólk með örðugleika við gang eða í hjólastól getur notað. Ef það eru einhverjar sérþarfir hjá gestum, vinsamlegast hafið samband og við reynum að koma til móts við þá.
Sviðið
- Eyravegur 1, 800 Selfoss
- svidid (at) svidid.is
Opnunartími
Opið á viðburðardögum. Sjáið viðburðardagatal.
Merktu með #svidid
© Sviðið
2025
Vefverk: Gasfabrik