
Af hverju fórum við ekki bara á gönguskíði?
Árið er 2024, tvær miðaldra konur sem þekkjast ekki neitt og vita ekki af hvor annarri fá nákvæmlega sömu klikkuðu hugmyndina. Að láta drauminn rætast og halda afmælisuppistand. Báðar konurnar, láta slag standa og halda upp á miðaldra afmælin sín með því að debuta sem uppistandarar. Þær slá í gegn og nú eru þær komnar með “bakteríuna”.

Upplýsingar:
- Húsið opnar klukkustund fyrir hvern viðburð
- Aldurstakmark: 20 ára
- Aðgengi fyrir hjólastóla
- Spurningar? Hafðu samband
- Skilmálar
Á Sviðinu
– Hugleiðingar tveggja miðaldra kvenna sem enduðu óvart í uppistandi
Árið er 2024, tvær miðaldra konur sem þekkjast ekki neitt og vita ekki af hvor annarri fá nákvæmlega sömu klikkuðu hugmyndina. Að láta drauminn rætast og halda afmælisuppistand. Báðar konurnar, láta slag standa og halda upp á miðaldra afmælin sín með því að debuta sem uppistandarar. Þær slá í gegn og nú eru þær komnar með “bakteríuna”.
Núna leiða þessar tvær konur saman hesta sína og efna til Uppistandsafmælisveislu á Sviðinu og ykkur er öllum boðið!
Uppistand Auðbjargar, Ég elska þig alheimur, fjallar um hversdagsleika miðaldra millistjórnenda og samband hennar við alheiminn.
Uppistand Sóleyjar, Að finna taktinn: Miðaldra uppistand, fjallar um brasið sem fylgir því að finna taktinn í þessu lífi og hvort þetta sé jafnvel allt bara einn stór misskilningur.
Að sjálfsögðu munu þær einnig reyna að átta sig á hvernig miðaldra konur lenda í uppistandi þegar þær hefðu í raun bara getað farið á gönguskíðanámskeið
Aðgengi fyrir hjólastóla
Lyfta er við innganginn þar sem fólk með örðugleika við gang eða í hjólastól getur notað. Ef það eru einhverjar sérþarfir hjá gestum, vinsamlegast hafið samband og við reynum að koma til móts við þá.
Sviðið
- Eyravegur 1, 800 Selfoss
- svidid (at) svidid.is
Opnunartími
Opið á viðburðardögum. Sjáið viðburðardagatal.
Merktu með #svidid