Loading Events
Uppselt!
21. október

Bíddu bara

Sprenghlægileg leiksýning

21. október

Upplýsingar

Á Sviðinu

BÍDDU BARA er hlátursprengju – eftir stórstjörnurnar Björk Jakobsdóttur, Sölku Sól Eyfeld og Selmu Björnsdóttur sem leiða nú saman hryssur sínar í fyrsta sinn. Þetta einlæga, beitta og drepfyndna verk fjallar um raunveruleika íslenskra kvenna; um vonir og drauma, biturleika og frú-strasjónir. Þær Björk, Salka Sól og Selma byggja verkið alfarið á sinni eigin reynslu, draga ekkert undan en ljúga helling.Það má segja að þetta sé olnboga-verk, því áhorfendur munu skjóta olnboga í sessunautana ótt og títt og hvísla: svona ert þú! Þær Salka Sól, Selma og Björk leika öll aðalhlutverk, aukahlutverk, kvíðaverk og smáhlutverk í sýningunni auk þess að flytja snilldarlega helling af frábærri, nýrri tónlist eftir þær sjálfar og Karl Olgeirsson.
Leikstjórn er í höndum fyndnasta leikstjóra landsins Ágústu Skúladóttur. Þórunn María Jónsdóttir sér um búninga og leikmynd og Freyr Vilhjálmsson sér um ljósahönnun.

 


Sviðið

  • Eyravegur 1, 800 Selfoss
  • +354 547 0103
  • svidid (at) svidid.is

Opnunartími

Opið á viðburðardögum. Sjáið viðburðardagatal.

© Sviðið 2024
Vefverk: Gasfabrik