
DIRRINDÍ 30 ÁRA
Ótrúlegt en satt þá eru 30 ár síðan Jónas Hreggviðsson og Guðmundur Jóhannesson stofnuðu dúettinn Dirrindí. Hugmyndin var að semja lög og texta um áhugavert fólk og málefni í léttum dúr.
Húsið opnar 20:00
Aldurstakmark 20 ára

Upplýsingar:
- Húsið opnar klukkustund fyrir hvern viðburð
- Aldurstakmark: 20 ára
- Aðgengi fyrir hjólastóla
- Spurningar? Hafðu samband
- Skilmálar
Á Sviðinu
Ótrúlegt en satt þá eru 30 ár síðan Jónas Hreggviðsson og Guðmundur Jóhannesson stofnuðu dúettinn Dirrindí. Hugmyndin var að semja lög og texta um áhugavert fólk og málefni í léttum dúr. Uppskeran er hátt í 30 lög og flest þeirra voru gefin út á hinum rómaða geisladisk Lóan er komin. Á þessum 30 árum hefur Dirrindí komið fram af allskonar tilefnum og í ýmsum útgáfum um sveitir Suðurlands en nú er komið að því að færa sig á malbikið. Það verður öllu tjaldað til á Sviðinu, farið í gegnum alla slagarana og léttar söguskýringar í bland.
Aðgengi fyrir hjólastóla
Lyfta er við innganginn þar sem fólk með örðugleika við gang eða í hjólastól getur notað. Ef það eru einhverjar sérþarfir hjá gestum, vinsamlegast hafið samband og við reynum að koma til móts við þá.
Sviðið
- Eyravegur 1, 800 Selfoss
- svidid (at) svidid.is
Opnunartími
Opið á viðburðardögum. Sjáið viðburðardagatal.
Merktu með #svidid