Loading Events
13. maí

EUROVISION PARTY

Sviðið breytist í GLEÐIBANKANN !!

13. maí

Upplýsingar

Miðasala

Á Sviðinu

Stærsta EUROVISION partý landsins á Sviðinu

Danska söngkonan Emmelie de Forest sem sigraði Eurovision árið 2013 með laginu „Only Teardrops“ verður heiðursgestur í heilmiklu Eurovision partýi sem haldið verður á tónleikastaðnum Sviðinu á Selfossi á laugardag.

Eins og landsmenn vita þá fer lokakeppni Eurovision fram í Liverpool og eins og venja er munu landsmenn leita að besta partýinu til að fylgjast með Diljá og hennar fólki flytja okkar framlag. Eigendur Sviðsins ætla heldur betur að hlaða í partý byssurnar á Selfossi en þar hefst partýið með grillveislu í nýja miðbænum strax klukkan 18:00. Grillaðir verða djúsí Euroborgarar fyrir gesti.

Miðaverð er 1.986 kr, sannkallaðar Gleðibanka krónur. Innifalið er júródrykkurinn „Douze points“ og grillaðir borgarar milli 18:00 og 20:00. Þá verður getraunakeppni fyrir gesti með fullt af skemmtilegur vinningum og Happy Hour á barnum meðan keppni stendur.

Eini sigurvegari Eurovision sem Selfoss hefur alið, Einar Bárðarson, Eurovision áhugamaður, verður veislustjóri kvöldsins en eins og áður sagði er heiðursgestur kvöldsins Emmilie De Forest sem söng sig inn í hug og hjörtu Evrópu árið 2013 og mun hún að sjálfsögðu taka lagið á Sviðinu eftir að útsendingunni sjálfri lýkur.

Sjálf keppnin verður á nokkrum risaskjám á tónleikastaðnum Sviðinu þar sem hörðustu Eurovision aðdáendurnir munu sitja en keppnin verður einnig sýnd á Miðbar sem er á næstu hæð fyrir ofan þar sem „má tala” á meðan keppni stendur. Ef Miðbar fyllist þá verður hægt að koma sér fyrir á Risinu kokteil bar. Í framhaldi mun plötusnúðurinn ofurhressi DJ Gassi Kling blasta bestu Eurovision lögunum fram á nótt.

Hvetjum vinahópa og vinnustaði að sameinast og þétta hópinn almennilega fyrir sumarið. Það verður hægt að bóka borð á Sviðinu og hægt að koma yfir daginn og skreyta sitt borð. Flottasta hópaborðið fær flöskuborð á miðnætti. Sviðið er nýr tónleikastaður sem opnaði í haust í nýja miðbænum á Selfossi. Staðurinn er sér hannaður og byggður sem slíkur.


Sviðið

  • Eyravegur 1, 800 Selfoss
  • +354 547 0103
  • svidid (at) svidid.is

Opnunartími

Opið á viðburðardögum. Sjáið viðburðardagatal.

© Sviðið 2024
Vefverk: Gasfabrik