
Floni 3 útgáfutónleikar
Platan verður flutt í heild sinni á Sviðinu þann 3.maí ásamt einvalaliði tónlistarfólks.
Flona þarf vart að kynna fyrir landsmönnum en um árabil hefur hann verið einn vinsælasti tónlistarmaður landsins.
Forsala hefst 28. mars klukkan 12:00

Upplýsingar:
- Húsið opnar klukkustund fyrir hvern viðburð
- Aldurstakmark: 18 ára
- Aðgengi fyrir hjólastóla
- Spurningar? Hafðu samband
- Skilmálar
Á Sviðinu
Eftir 5 ára bið sendi tónlistarmaðurinn Floni frá sér hina eftirsóttu breiðskífu Floni 3 í október síðastliðnum og því ber að fagna. Platan verður flutt í heild sinni á Sviðinu þann 3.maí ásamt einvalaliði tónlistarfólks.
Flona þarf vart að kynna fyrir landsmönnum en um árabil hefur hann verið einn vinsælasti tónlistarmaður landsins.
Floni er þekktur fyrir sinn einstaka hljóðheim og er ekki hræddur við að hleypa hlustendum inn í sinn hugarheim í gegnum tónlist sína.
Þeir sem þekkja vita að Floni er einstakur performer og enginn verður svikinn er hann stígur á stokk á Sviðinu í besta formi lífs síns.
Aðgengi fyrir hjólastóla
Lyfta er við innganginn þar sem fólk með örðugleika við gang eða í hjólastól getur notað. Ef það eru einhverjar sérþarfir hjá gestum, vinsamlegast hafið samband og við reynum að koma til móts við þá.
Sviðið
- Eyravegur 1, 800 Selfoss
- svidid (at) svidid.is
Opnunartími
Opið á viðburðardögum. Sjáið viðburðardagatal.
Merktu með #svidid