Föruneyti GH
Eyjapistlarnir ógleymanlegu
Á Sviðinu
Flutt verða ýmis lög frá Vestmannaeyjum, bæði nýleg og frá gostímanum 1973. Þar geta allið tekið rækilega undir.
Þá verða flutt brot úr þáttunum Eyjapistill, sem þeir tvíburabræður Arnþór og Gísli Helgasynir sáu um.
Eyjapistlar voru á dagskrá RÚV frá febrúar 1973 til marsloka árið eftir. Af 260 þáttum sem samtals voru um 90 klst. hafa um 80 þættir varðveist. Í bland við þekkt Eyjalög verða á þessum tónleikum flutt brot úr nokkrum þessara útvarpsþátta. Á sínum tíma var tilgangur þáttastjórnendanna Arnþórs og Gísla Helgasona að vera upplýsingaveita fyrir Vestmannaeyinga á meðan á gosinu stóð. Fólk gat auglýst eftir týndum munum og komið tilkynningum af ýmsu tagi til samlanda sinna. Jafnframt var reynt að halda uppi léttleika í þáttunum og endurspegla mannlífið eins og það var á meðal Vestmannaeyinga. Ljóst er að þarna er afar góð heimild um þennan atburð í sögu þjóðarinnar, en nóttina sem gosið hófst flúðu 5.000 manns heimili sín.
Þessi tónleikadagskrá var frumflutt í Eldheimum, á goslokahátíð í júlímánuði 2023. Salurinn var þéttsetinn og komust færri að en vildu. Eyjalögin vöktu eins og við mátti búast mikla sönggleði, og var vel tekið undir í þeim. Gísli er góður sögumaður, og það, ásamt hljóðbrotum úr þáttunum, vakti bæði kátínu og gamlar tilfinningar, sérstaklega kannski hjá þeim sem þarna könnuðust við sjálfa sig frá því fyrir fimmtíu árum, en mörg viðtalanna voru einmitt við börn.
Auk Gísla koma fram Herdís Hallvarðsdóttir, Þórarinn Ólason, Magnús R. Einarsson, Hafsteinn Guðfinnsson, Sigurmundur G. Einarsson Unnur Ólafsdóttir og Grímur Þór Gíslason.
Húsið opnar kl 19 en tónleikar hefjast kl 20
Forsöluverð 7500kr
Verð við hurð 8000kr
Sviðið
- Eyravegur 1, 800 Selfoss
- +354 547 0103
- svidid (at) svidid.is
Opnunartími
Opið á viðburðardögum. Sjáið viðburðardagatal.