
Hljómsveitin Klaufar
Laugardaginn 21. júní 2025 tekur hljómsveitin Klaufar yfir sviðið á okkar einstaka tónleikastað í hjarta Selfoss.
Hljómsveitin spilar vandað kántrýpopp og mun spila þekkt lög, bæði gömul og ný, íslensk og erlend, og lofa þeir góðri stemmningu á þessu miðsumars laugardagskvöldi.

Upplýsingar:
- Húsið opnar klukkustund fyrir hvern viðburð
- Aldurstakmark: 20 ára
- Aðgengi fyrir hjólastóla
- Spurningar? Hafðu samband
- Skilmálar
Á Sviðinu
Laugardaginn 21. júní 2025 tekur hljómsveitin Klaufar yfir sviðið á hinum einstaka tónleikastað Sviðinu í hjarta Selfoss. Hljómsveitin spilar vandað kántrýpopp og mun spila þekkt lög, bæði gömul og ný, íslensk og erlend, og lofar þeir góðri stemmningu á þessu miðsumars laugardagskvöldi.
Hljómsveitina skipa:
Guðmundur Annas Árnason gítarleikari og söngvari (Soma, Fjöll)
Sigurgeir Sigmundsson gítarleikari (Start, Gildran, Huldumenn)
Friðrik Sturluson bassaleikari (Sálin hans Jóns míns, Pláhnetan)
Birgir Nielsen trommuleikari (Vinir vors og blóma, Land og synir, Sælgætisgerðin, Skonrokk).
Hljómsveitin Klaufar var stofnuð árið 2006 og hefur starfað linnulítið síðan, spilað bæði á böllum og tónleikum.
Hljómplöturnar þrjár sem bandið hefur gefið út heita
Hamingjan er björt, Síðasti mjói kaninn og Óbyggðir.
Á fyrstu plötunum voru tökulög sett í léttan kántrý búning en frá og með plötunni Óbyggðir hefur sveitin fært sig yfir í að flytja og senda frá sér frumsamin lög sem hafa komið reglulega út á undanförnum árum og má þar nefna lög eins Búkalú, Lífið er ferlega flókið, Óbyggðir, Þessi eina sanna, Ef allt gengur að óskum og nú síðast ballöðuna Fólk.
Aðgengi fyrir hjólastóla
Lyfta er við innganginn þar sem fólk með örðugleika við gang eða í hjólastól getur notað. Ef það eru einhverjar sérþarfir hjá gestum, vinsamlegast hafið samband og við reynum að koma til móts við þá.
Sviðið
- Eyravegur 1, 800 Selfoss
- svidid (at) svidid.is
Opnunartími
Opið á viðburðardögum. Sjáið viðburðardagatal.
Merktu með #svidid