Loading Events
23. mars

HR EYDÍS

Hr. Eydís er hljómsveit frá Selfossi, skipuð fjórum miðaldra reynsluboltum úr íslensku tónlistarlífi. Þema hljómsveitarinnar, eins og nafnið gefur til kynna, eru 80´s lög en á YouTube síðu hljómsveitarinnar er að finna fjölmargar útgáfur af 80´s lögum í flutningi hljómsveitarinnar.  Hljómsveitin hefur einnig gefið út frumsamið lag með liðsinni Herberts Guðmundssonar sem heitir Þú veist það nú en lagið hefur slegið í gegn á öldum ljósvakans. Hr. Eydís hélt tónleika á Sviðinu í haust á Sviðinu á Selfossi en uppselt…

Miðar

The numbers below include tickets for this event already in your cart. Clicking "Get Tickets" will allow you to edit any existing attendee information as well as change ticket quantities.
Tickets are no longer available
23. mars

Upplýsingar

Á Sviðinu

Hr. Eydís er hljómsveit frá Selfossi, skipuð fjórum miðaldra reynsluboltum úr íslensku tónlistarlífi. Þema hljómsveitarinnar, eins og nafnið gefur til kynna, eru 80´s lög en á YouTube síðu hljómsveitarinnar er að finna fjölmargar útgáfur af 80´s lögum í flutningi hljómsveitarinnar. 

Hljómsveitin hefur einnig gefið út frumsamið lag með liðsinni Herberts Guðmundssonar sem heitir Þú veist það nú en lagið hefur slegið í gegn á öldum ljósvakans.

Hr. Eydís hélt tónleika á Sviðinu í haust á Sviðinu á Selfossi en uppselt var á þá tónleika.

Hljómsveitina skipa þeir Örlygur Smári, gítar og söngur, Ríkharður Arnar, hljómborð og bakraddir, Jón Örvar Bjarnason, bassi og bakraddir og Páll Sveinsson á trommur.

Tónleikar hefjast klukkan 21:00 – húsið opnar klukkan 20:00

18 ára aldurstakmark


Sviðið

  • Eyravegur 1, 800 Selfoss
  • +354 547 0103
  • svidid (at) svidid.is

Opnunartími

Opið á viðburðardögum. Sjáið viðburðardagatal.

© Sviðið 2024
Vefverk: Gasfabrik