
Jónas Sig og Hljómsveit á Sviðinu
Jónas Sig snýr aftur á Sviðið með hljómsveitina sína og verður nú með tónleika á Sviðinu þann 2. nóvember.

Upplýsingar:
- Húsið opnar klukkustund fyrir hvern viðburð
- Aðgengi fyrir hjólastóla
- Spurningar? Hafðu samband
- Skilmálar
Á Sviðinu
Jónas þarf vart að kynna fyrir sunnlendingum enda hefur hann og hljómsveitir hans spilað fyrir fullu húsi hverja tónleikana á fætur öðrum í árana rás og margar göldróttar minningar skapast sem seint munu gleymast þeim sem það upplifðu.
Ferill Jónasar spannar alltaf aftur í gamla sveitaballið þegar Jónas var einn af forsprökkum Sólstrandargæjanna og söng lög eins og Rangur maður og Sólstrandargæji fyrir fullu húsí í Gjánni sælla minninga. Það var stuttur tími en nokkrum árum seinna eftir hlé frá bransanum sneri Jónas aftur með eigið efni sem kom mörgum á óvart. Þar með djúpum, ógleymanlegum perlum eins og Hafið er svart, Milda hjartað og Faðir og auðvitað partý-stuð-ádeilum eins og Hamingjan er hér, Hleypið mér út úr þessu partýi, Baráttusöngur uppreisnarklansins og svo mætti lengi telja.
Það er mikil tilhlökkun fyrir þessum tónleikum hjá Jónasi og félögum og spenningur að snúa aftur á Sviðið. Ógleymanlegu kvöldi lofað.
Aðgengi fyrir hjólastóla
Lyfta er við innganginn þar sem fólk með örðugleika við gang eða í hjólastól getur notað. Ef það eru einhverjar sérþarfir hjá gestum, vinsamlegast hafið samband og við reynum að koma til móts við þá.
Sviðið
- Eyravegur 1, 800 Selfoss
- svidid (at) svidid.is
Opnunartími
Opið á viðburðardögum. Sjáið viðburðardagatal.
Merktu með #svidid