Júníus Meyvant og félagar
Júníus Mayvant ásamt félögunum Tómasi Jónssyni á orgel/synthum og allskonar og Kristofer Rodriguez á perk og trommum
Tónleikarnir hefjast klukkan 21 – húsið opnar klukkan 20
Upplýsingar
- Spurningar? Hafðu samband
Á Sviðinu
Vestmanneyingurinn Unnar Gísli Sigurmundsson byrjaði að glamra á útjaskaðan gítar á tvítugs árunum og fann sig fljótt í tónlistinni.
Hann byrjaði að búa til músík undir nafninu Júníus Meyvant og gaf út sitt fyrsta lag Color Decay árið 2014 sem strax náði heimsathygli og var til að mynda valið lag dagsins á Seattle útvarpsstöðinni KEXP.
Síðan þá hefur hann haldið áfram að grípa hug og hjörtu um allan heim með lögum á borð við Signals, Gold Laces og Ain’t Gonna Let You Drown. Ferillinn spannar nú þrjár breiðskífur og tvær stuttskífur. Þjóðlagatónlist Júníusar Meyvant er hjartnæm, hlý og kunnugleg og er hinn óheflaði Unnar skammt undan.
Hljóðheimur Júníusar er stór og samansettur af rámri rödd, lokkandi gítarspili, þéttum hrynjanda, lúðrablæstri, hljómborðum og mellotron.
Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 – húsið opnar klukkan 20:00
Sviðið
- Eyravegur 1, 800 Selfoss
- +354 547 0103
- svidid (at) svidid.is
Opnunartími
Opið á viðburðardögum. Sjáið viðburðardagatal.