
Ljótu hálfvitarnir
Koma austur fyrir fjall

Upplýsingar:
- Uppselt er á viðburðinn
- Aðgengi fyrir hjólastóla
- Spurningar? Hafðu samband
- Skilmálar
Á Sviðinu
Ljótu hálfvitarnir hafa lengi legið undir þrýstingi um að spila fyrir austan fjall en aldrei almennilega áttað sig á því hvaða fjall var um að ræða. Þeir hafa þó nýlega fundið út að þetta sé fyrir sunnan og hafa því bókað Sviðið á Selfossi föstudagskvöldið 5. apríl.
Hálfvitar á Suðurlandi er sannarlega viðburður sem varla hefur sést síðan fyrir Móðuharðindi, Svarta dauða og Stóru-Bólu. Þetta er því einstakt tækifæri til að fá sér og fagna með þessu litríka galgopastóði að norðan og fylla hlustirnar af þeirra ómótstæðilegu þjóðlagapopprokkpönkskotnu gleðisöngvum um lífið í föstu og fljótandi og misfúnksjónal fólk.
Húsið verður opnað kl. 20 og tónleikar hefjast kl. 21.
18. ára aldurstakmark
Aðgengi fyrir hjólastóla
Lyfta er við innganginn þar sem fólk með örðugleika við gang eða í hjólastól getur notað. Ef það eru einhverjar sérþarfir hjá gestum, vinsamlegast hafið samband og við reynum að koma til móts við þá.
Sviðið
- Eyravegur 1, 800 Selfoss
- svidid (at) svidid.is
Opnunartími
Opið á viðburðardögum. Sjáið viðburðardagatal.
Merktu með #svidid