
Ljótu hálfvitarnir
Aukatónleikar

Upplýsingar:
- Uppselt er á viðburðinn
- Aðgengi fyrir hjólastóla
- Spurningar? Hafðu samband
- Skilmálar
Á Sviðinu
Það seldist upp á ljóshraða á tónleika Ljótu hálfvitanna föstudaginn 5. apríl. Við því er bara eitt að gera; við bætum við öðrum tónleikum laugardaginn 6. apríl.
Um að gera að kyrrsetja þá fyrst þeir eru að álpast þetta austur fyrir fjall hvort eð er. Að safna þeim saman á einn stað er líka jafn illgerlegt og að smala áttavilltum köttum – eða öllu heldur níu villtum köttum.
Rétt eins og hinir fyrri hefjast laugardagstónleikarnir klukkan 21 og húsið opnar kl. 20.
18 ára aldurstakmark
Aðgengi fyrir hjólastóla
Lyfta er við innganginn þar sem fólk með örðugleika við gang eða í hjólastól getur notað. Ef það eru einhverjar sérþarfir hjá gestum, vinsamlegast hafið samband og við reynum að koma til móts við þá.
Sviðið
- Eyravegur 1, 800 Selfoss
- svidid (at) svidid.is
Opnunartími
Opið á viðburðardögum. Sjáið viðburðardagatal.
Merktu með #svidid