
Úrvalsdeildin í pílukasti 2024 – Fyrsta umferð !
ÚRVALSDEILDIN Í PÍLUKASTI
Opnunarkvöld Úrvalsdeildarinnar í pílukasti verður spilað á Sviðinu Selfossi laugardaginn 26. okt
Húsið opnar 18:00, keppnin hefst hefst 19:30 og lýkur um 22:00 en húsið verður opið áfram
Keppnin verður í beinni útsendingu á Stöð2 Sport

Upplýsingar:
- Húsið opnar klukkustund fyrir hvern viðburð
- Aðgengi fyrir hjólastóla
- Spurningar? Hafðu samband
- Skilmálar
Á Sviðinu
Loksins á SVIÐINU í beinni útsendingu
ÍPS kynnir með stolti Úrvalsdeildina í Pílukasti 2024 en 16 bestu pílukastarar landsins munu etja kappi í þráðbeinni útsendingu á Stöð 2 Sport í haust.
Í ár verða kvöldin sjö, öll laugardagskvöld frá 26.október til 7.desember. Opnunarkvöldið verður spilað á Sviðinu Selfossi og verða umferðir 2 og 3 spilaðar á Bullseye. 4. umferðin fer síðan fram í Sjallanum Akureyri. Kvöld 5 og 6 ásamt úrslitakvöldinu verða síðan spiluð á Bullseye.
Í ár verður ekki keppt í riðlum heldur verður keppendum skipt upp í 8 manna hópa sem raðað verður í eftir fjórum styrkleikaflokkum.
Hóparnir skiptast síðan á að spila og mun hver keppandi spila 2 kvöld. Eftir fjögur kvöld verður keppendum fækkað um helming og munu efstu 8 keppendurnir spila næstu tvö kvöld og vinna sér inn stig til þess að tryggja sig inn á úrslitakvöldið, en 4 stigahæstu keppendurnir komast þangað. Úrslitakvöldið verður svo haldið þann 7.desember á Bullseye með alvöru Ally Pally stemmingu rétt eins og í fyrra.
Fyrsta umferð verður spiluð á Sviðinu Selfossi og verður miðasala sett af stað á næstu dögum. Ekki missa af þessari veislu!
Aðgengi fyrir hjólastóla
Lyfta er við innganginn þar sem fólk með örðugleika við gang eða í hjólastól getur notað. Ef það eru einhverjar sérþarfir hjá gestum, vinsamlegast hafið samband og við reynum að koma til móts við þá.
Sviðið
- Eyravegur 1, 800 Selfoss
- svidid (at) svidid.is
Opnunartími
Opið á viðburðardögum. Sjáið viðburðardagatal.
Merktu með #svidid