Loading Events
26. október

Úrvalsdeildin í pílukasti 2024 – Fyrsta umferð !

ÚRVALSDEILDIN Í PÍLUKASTI
Opnunarkvöld Úrvalsdeildarinnar í pílukasti verður spilað á Sviðinu Selfossi laugardaginn 26. okt

Húsið opnar 18:00, keppnin hefst hefst 19:30 og lýkur um 22:00 en húsið verður opið áfram

Keppnin verður í beinni útsendingu á Stöð2 Sport

Miðar

The numbers below include tickets for this event already in your cart. Clicking "Get Tickets" will allow you to edit any existing attendee information as well as change ticket quantities.
Tickets are no longer available
26. október

Upplýsingar:

Sviðstími
18:00
Miðaverð
2.000 kr.

Á Sviðinu

Loksins á SVIÐINU í beinni útsendingu

ÍPS kynnir með stolti Úrvalsdeildina í Pílukasti 2024 en 16 bestu pílukastarar landsins munu etja kappi í þráðbeinni útsendingu á Stöð 2 Sport í haust.

Í ár verða kvöldin sjö, öll laugardagskvöld frá 26.október til 7.desember. Opnunarkvöldið verður spilað á Sviðinu Selfossi og verða umferðir 2 og 3 spilaðar á Bullseye. 4. umferðin fer síðan fram í Sjallanum Akureyri. Kvöld 5 og 6 ásamt úrslitakvöldinu verða síðan spiluð á Bullseye.

Í ár verður ekki keppt í riðlum heldur verður keppendum skipt upp í 8 manna hópa sem raðað verður í eftir fjórum styrkleikaflokkum.

Hóparnir skiptast síðan á að spila og mun hver keppandi spila 2 kvöld. Eftir fjögur kvöld verður keppendum fækkað um helming og munu efstu 8 keppendurnir spila næstu tvö kvöld og vinna sér inn stig til þess að tryggja sig inn á úrslitakvöldið, en 4 stigahæstu keppendurnir komast þangað. Úrslitakvöldið verður svo haldið þann 7.desember á Bullseye með alvöru Ally Pally stemmingu rétt eins og í fyrra.

Fyrsta umferð verður spiluð á Sviðinu Selfossi og verður miðasala sett af stað á næstu dögum. Ekki missa af þessari veislu!


Aðgengi fyrir hjólastóla

Lyfta er við innganginn þar sem fólk með örðugleika við gang eða í hjólastól getur notað. Ef það eru einhverjar sérþarfir hjá gestum, vinsamlegast hafið samband og við reynum að koma til móts við þá.

Sviðið

  • Eyravegur 1, 800 Selfoss
  • svidid (at) svidid.is

Opnunartími

Opið á viðburðardögum. Sjáið viðburðardagatal.

Merktu með #svidid

Facebook icon
Instagram icon
© Sviðið 2025
Vefverk: Gasfabrik