
Valdimar og Örn á Sviðinu
Einlægur Valdimar með tónleika á Sviðinu þar sem hann flytur öll sín vinsælustu lög. Með honum í för er Örn Eldjárn Kristjánsson. Valdimar og Örn hafa undanfarin ár flutt dásamlega einlægt og hugljúft prógram við hin ýmsu tækifæri sem samanstendur af lögum sem Valdimar hefur sungið með hljómsveit sinni í bland við uppáhaldslög þeirra félaga.

Upplýsingar:
- Húsið opnar klukkustund fyrir hvern viðburð
- Aðgengi fyrir hjólastóla
- Spurningar? Hafðu samband
- Skilmálar
Á Sviðinu
Valdimar Guðmundsson hefur á síðustu árum haslað sér völl sem einn af ástsælustu söngvurum þjóðarinnar. Hann sló fyrst í gegn með plötunni Undraland með hljómsveit sinni, Valdimar og eftir það hefur hann sungið lög úr ýmsum áttum sem hafa ratað á vinsældarlista útvarpsstöðva landsins. Örn Eldjárn Kristjánsson hefur alla tíð sótt innblástur í náttúru Íslands. Hann hefur spilað á gítar og bassa með ýmsum hljómsveitum og tónlistarmönnum (Tilbury, Valdimar, Júníus Meyvant, Snorri Helgason o.fl.) í gegnum tíðina og samið tónlist frá unglingsaldri. Valdimar og Örn hafa undanfarin ár flutt dásamlega einlægt og hugljúft prógram við hin ýmsu tækifæri sem samanstendur af lögum sem Valdimar hefur sungið með hljómsveit sinni í bland við uppáhaldslög þeirra félaga.
Aðgengi fyrir hjólastóla
Lyfta er við innganginn þar sem fólk með örðugleika við gang eða í hjólastól getur notað. Ef það eru einhverjar sérþarfir hjá gestum, vinsamlegast hafið samband og við reynum að koma til móts við þá.
Sviðið
- Eyravegur 1, 800 Selfoss
- svidid (at) svidid.is
Opnunartími
Opið á viðburðardögum. Sjáið viðburðardagatal.
Merktu með #svidid