Vaxtarverkir á Sviðinu
Fríða Hansen
Upplýsingar
- Spurningar? Hafðu samband
Á Sviðinu
Fyrsta plata Fríðu Hansen, Vaxtarverkir, kom út sumarið 2023. Það er því ekki seinna vænna en að fagna útgáfunni með tónleikum, á degi bjórsins, þann 1. mars á Sviðinu á Selfossi. Þó platan telji aðeins 6 frumsamin lög þarf enginn að örvænta. Fríða er með ýmislegt annað í pokahorninu og mun meðal annars frumflytja nokkur lög!
Auk fimm manna hljómsveitar sem þeir Alexander Freyr Olgeirsson, Árni Þór Guðjónsson, Stefán Þorleifsson og Óskar Þormarsson skipa munu sérstakir gestir stíga á stokk. Tónlistarmanninn Hreim Örn Heimisson þarf vart að kynna en einnig mun kórinn Sunnlenskar Raddir styðja Fríðu í nokkrum lögum.
Tónskáldasjóður RÚV og STEFs og Upptökusjóður STEFs styrktu útgáfu plötunnar.
Það verður því mikið um dýrðir á Sviðinu þann 1. mars næstkomandi. Þennan einstaka viðburð sunnlenskra tónlistarmanna ætti enginn að láta framhjá sér fara.
Miðaverð 4900 kr. Tónleikar hefjast klukkan 21:00
Sviðið
- Eyravegur 1, 800 Selfoss
- +354 547 0103
- svidid (at) svidid.is
Opnunartími
Opið á viðburðardögum. Sjáið viðburðardagatal.